Hollenski drykkjarframleiðandinn Refresco, sem er í eigu FL Group, Kaupþings og Vífilfells, greindi frá því í dag að félagið hefur samþykkt að kaupa pólska keppinautinn Kentpol.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Tekjur Kentpol á ársgrundvelli eru í kringum 34 milljónir evra, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna.

Yfirtakan er fyrsta yfirtaka Refresco í Austur-Evrópu, en félagið telur mikil vaxtartækifæri á svæðinu. FL Group leiddi yfirtöku á Refresco í apríl í fyrra fyrir 461 milljón evra, sem á þeim tíma samsvaraði um 42 milljörðum króna. FL Group er stærsti hlutahafinn í Refresco, með 49% hlut.