Drykkjavöruframleiðendurnir Refresco og Gerberg Emig hafa undirritað samkomulag um samruna fyrirtækjanna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.

Júlíus Þorfinnsson
Júlíus Þorfinnsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Refresco er að 40% hlut í eigu Stoða (áður FL Group). Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, kveðst ánægður með samninginn. „Við sjáum í honum veruleg tækifæri til hagræðingar, bæði á sviði framleiðslu og innkaupa. Lykilpunkturinn er sú trú hluthafa að tveir plús einn verði meira en þrír,“ segir hann og tekur fram að þarna renni tvö öflug félög saman í eitt.

Hluthafar Gerberg Emig munu eignast 30% hlutafjár í nýju félagi og hluthafar Refresco eiga 70%. Eignarhlutur Stoða í félaginu verður því um 28%.

Velta Gerber Emig er um 800 milljónir evra og framleiðir það árlega um 1,5 milljarða lítra af drykkjum. Velta Refresco er um 1,5 milljarðar evra og eru starfsmenn um 3.000 talsins.