Te­ma­sek, þjóðar­sjóður Singa­púr, hefur á­kveðið að lækka laun stjórn­enda og starfs­fólks sem kom að fjár­festingum í raf­mynta­kaup­höllinni FTX sem í fyrra.

Í nóvember var greint frá því að sjóðurinn hefði af­skrifað 275 milljóna dollara fjár­festingu sína í FTX, sem nemur 38,2 milljörðum króna á gengi dagsins í dag, að fullu.

Sjóðurinn keypti innan við 1% hlut í FTX International fyrir 210 milljónir dala, eða um 29,1 milljarða króna, og innan við 1,5% hlut í banda­rísku dóttur­fé­lagi þess fyrir 65 milljónir dala eða um 9 milljarða króna í tveimur fjár­festingar­lotum frá októ­ber 2021 til janúar 2022.

Fjár­festingin í FTX vó sam­tals 0,09% af 293 milljarða dala eigna­safni Te­ma­sek.

Sak­sóknarar í Banda­ríkjunm hafa sakað Sam Bank­man Fri­ed, fyrr­verandi for­stjóra FTX, um „epískt“ fjár­svik sem hefur kostað fjár­festa margar milljarða.

Bank­man-Fri­ed hefur lýst yfir sak­leysi sínu gagn­vart öllum á­sökunum í sinn garð.

„Fjár­festingar­teymið og æðstu stjórn­endur, sem bera á endanum á­byrgð á fjár­festingará­kvörðunum, tóku á­byrgð í sam­einingu og hefur upp­bót þeirra verið lækkuð,“ segir í til­kynningu frá Te­ma­sek.

Þjóðar­sjóðurinn segir einnig að fjár­festingin hafi verið von­brigði og hafi valdið hnekkjum á orð­spori sjóðsins.

Heildar­virði Te­ma­sek í mars 2022 var meira en 41 þúsund milljarða króna.

Auk Te­ma­sek hefur tækni­sjóður Soft­Bank, Vision Fund, og Sequ­oia Capi­tal af­skrifað fjár­festingar sínar í FTX að fullu.

FTX, sem var ein stærsta raf­mynta­kaup­höll heims, sótti um greiðslu­stöðvun á í nóvember í fyrra.