Refsiábyrgð stjórnarmanna er mjög skýr samkvæmt niðurstöðum Ásu Kristínar Óskarsdóttur í nýlegri meistararitgerð hennar um skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum. Kveikjan að ritgerðinni var þátttaka Ásu í gerð handbókar stjórnarmanna hjá KPMG þar sem henni fannst vanta skýrar upplýsingar um ábyrgð stjórnarmanna ef eitthvað fer úrskeiðis.

Stjórnarmönnum ber að kynna sér lög sem gilda um starfsemi félaganna og fylgjast með fjárreiðum félagsins og að öllum opinberum gjöldum sé skilað. Stjórnarmönnum ber að kynna sér lög um hlutafélög og rekstur félaganna sem þeir sitja í stjórn fyrir.

Algengt er að stjórnarmenn hafi borið fyrir sig vankunnáttu þegar þeir sæta ákærum en samkvæmt niðurstöðum dóma er mjög skýrt að Hæstiréttur tekur þessar afsakanir ekki gildar.

„Hæstiréttur gefur engan afslátt af ábyrgð en fólk hugsar ekki út í hversu mikla ábyrgð það ber. Fólk getur lent í vondum málum ef allt fer á versta veg,“ segir Ása.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.