Refsiaðgerðir Evrópusambandsins vegna síldarveiða Færeyinga taka gildi í næstu viku, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV. Refsiaðgerðirnar voru endanlega samþykktar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í morgun.

Refsiaðgerðirnar fela annars vegar í sér bann við innflutningi á síld og síldarafurða til ríkja innan Evrópusambandsins. Hins vegar löndunarbann færeyskra skipa í ríkjum Evrópusambandsins.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti fyrir helgi ályktun þar sem hótunum Evrópusambandsins gegn Færeyingum og Íslendingum er mótmælt og þær sagðar brot á alþjóðasamningum.