Hvalur
Hvalur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Bandarísk stjórnvöld munu fljótlega tilkynna mögulegar refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna hvalveiða í kringum landið af því er fram kemur á AP fréttastofunni. Þar segir að ríkisstjórn forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama, muni vísa til laga þar í landi, sem heimila forsetanum að grípa til aðgerða  gegn erlendum ríkjum og ríkisborgurum sem hunsa alþjóðleg dýraverndunarlög.

Eftir tilkynninguna hefur forseti Bandaríkjanna 60 daga til að ákveða refsiaðgerðir. Stundum er hótunin um refsiaðgerðir næg svo lönd breyti starfsháttum sínum. Obama hefur heimild til að beita innflutningsbanni á fiskafurðir viðkomandi ríkja eftir að refsiaðgerðir hafa verið ákveðnar.

Ísland, Noregur og Japan hafa veitt hvali þrátt fyrir hvalveiðabanns sem sett var á árið 1986. Bandarísk stjórnvöld hafa mestar áhyggjur af langreyðaveiði á Íslandi og útflutningi hvalaafurða frá landinu. Engar veiðar á langreyðum hafa þó farið fram í sumar.