Fjármálayfirvöld á Spáni munu mæla með því að Deutsche Bank sæti refsiaðgerðum fyrir að gefa ákveðnum fjárfestum viðkvæmar upplýsingar áður en bankinn seldi bréf í spænska matvælafyrirtækinu Ebro Puleva, segir í frétt Dow Jones.

Árið 2004 hafði bankinn umsjón með sölu á þýska sykurframleiðandanum Sudzucker á sölu á hlut þess í Ebro og vilja spænsk yfirvöld komast að því hvort Deutsche Bank hafi gefið forstjórum fjárfestingasjóða upplýsingar um söluna áður en hún var tilkynnt.

Fjármálayfirvöld í Bretlandi sektuðu Deutsche Bank um 6,4 milljónir punda í apríl fyrir að gefa fjárfestum misvísandi upplýsingar varðandi hlutafjárútboð sem bankinn hafði umsjón með.