Regína Bjarnadóttir hagfræðingur mun taka við starfi forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka í nóvember, samkvæmt heimildum VB.is. Eins og greint var frá í gær tekur Ásdís Kristjánsdóttir þá við nýju starfi hjá Samtökum atvinnulífsins.

Regína hefur unnið á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands undanfarin sex ár, eða frá því í lok árs 2007. Hún er lærður hagfræðingur með framhaldsnám í þróunarhagfræði. Áður en hún hóf störf hjá Seðlabanka Íslands starfaði hún hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá ráðgjafafyrirtæki í Lundúnum.