*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 18. júní 2021 09:30

Reginn auglýsir eftir fjármálastjóra

Jóhann Sigurjónsson, núverandi fjármálastjóri Regins, mun taka við stöðu skrifstofustjóra félagsins í haust.

Ritstjórn
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins
Haraldur Guðjónsson

Fasteignafélagið Reginn hefur ákveðið að gera breytingar á framkvæmdastjórn félagsins og mun auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra fjármála sem mun taka við stöðunni næsta haust.

Í tilkynningu Regins segir að núverandi fjármálastjóri, Jóhann Sigurjónsson, verði áfram hjá félaginu og mun taka við stöðu skrifstofustjóra næsta haust samhliða því að nýr aðili tekur við stöðu fjármálastjóra. Staða skrifstofustjóra mun heyra beint undir forstjóra félagsins, Helga S. Gunnarssyni.

Jóhann Sigurjónsson, núverandi fjármálastjóri Regins mun taka við stöðu skrifstofustjóra félagsins í haust.