Hluthafafundur verður haldinn í fasteignafélaginu Reginn í Hörpu þann 11. Febrúar næstkomandi. Tilefni fundarins er samþykkt hækkun hlutafjár að nafnvirði 128,7 milljónir króna.

Þetta eru ekki einu tíðindin sem berast frá félaginu þessa dagana því að í fyrra dag var tilkynnt að félagið hefði gengið frá sölu 9,5 milljarða skuldabréfaflokki til fjármögnunar á Reginn atvinnuhúsnæði ehf. Það er dótturfélag Regins hf.

Auk endurfjármögnunar Regins atvinnuhúsnæðis hefur einnig verið lokið við endurfjármögnun á dótturfélögum Regins sem hýsa Egilshöll og Smáralind.

Reginn er eina fasteignafélagið, enn sem komið er, sem skráð er í Kauphöll Íslands.