Hlutabréf fasteignafélagsins Regins verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni 2. júlí næstkomandi. Félagið fer beinustu leið inn í nýja samsetningu Úrvalsvísitölunnar sem þá tekur gildi. Hlutabréf færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum verður á móti tekið út.

Úrvalsvísitöluna mynda sex félög sem skráð eru á hlutabréfamarkað hér og mesti seljanleiki er með. Hagar, sem var skráð á markað um miðjan desember, kom síðast inn í vísitöluna.

Úrvalsvísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári.