Afar rólegt var á hlutabréfamarkaði í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15% og er nú 1,310.95. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,03% og er nú 1,074.83. Velta á hlutabréfamarkaðnum var einungis 452,284,109 krónur. og á skuldabréfamarkaðnum var hún 10,860,868,643 krónur.

Reginn hækkaði mest í verði, eða um 2,16%, en viðskipti með bréf félagsins námu 130.309.658 króna. Næst á eftir kom Nýherji og hækkaði um 2,09% en bréf í félaginu hafa meira en tvöfaldast í verði það sem af er ári.

TM hækkaði um 1,43%, Hagar um 0,94%, VÍS um 0,61%, N1 um 0,39% og Eimskip um 0,22%. Össur lækkaði mest, um 2,06%. Eik fasteignafélag lækkaði um 0,64%.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,21% og stendur nú í 308,824.

Eins og oft áður áttu engin viðskipti sér stað á First North hlutabréfamarkaðnum.