Hlutabréf í Regin fasteignafélagi hækkuðu um 1,82% í dag. Tilkynnt var í morgun að félagið hefði boðið í allt hlutafé fasteignafélagsins Eikar.

Bréf í Marel hækkuðu um 0,77% í 99 milljóna króna viðskiptum. Hagar hækkuðu um 0,61%, en viðskiptin námu einungis tveimur milljónum króna.

Bréf í tryggingafélögunum tveimur lækkuðu. Hlutabréf í TM lækkuðu um 0,98% í 568 milljóna króna viðskiptum og hlutabréf í VÍS lækkuðu um 2,15% í 772 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf í Icelandair um 1,32% í 214 milljóna króna viðskiptum, eftir mikla hækkun í vikunni.