Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,33% í dag og stóð í 1.694,72 stigum við lok dags en viðskipti með hlutabréf námu 1,5 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa stóð í stað frá opnun markaða í morgun en velta á skuldabréfamarkaði var 3,6 milljarðar króna. Vísitalan stendur því í 1.356,70 stigum.

Mest hækkuðu bréf fasteignafélagsins Regins eða um 1,74% og standa þau í 26,35 krónum á hlut. Velta með bréf Regins nam rúmum 169 milljónum króna. Þá hækkuðu bréf Marel um 0,30% í 253 milljón króna viðskiptum og standa í 331,00 krónum við lokun markaða.

Bréf Össurar lækkuðu mest í afar litlum viðskiptum en þar á eftir lækkuðu bréf Eimskips mest eða um 1,62% í 236 milljón króna viðskiptum. Verð á bréfum Eimskips eru því 272,50 krónur.

Mest voru viðskiptin með bréf Símans en þau námu um 413 milljón króna en bréf félagsins stóðu í stað í viðskiptum dagsins. Þau fást því enn á 4,17 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,3% í dag í 1,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma stóð í stað í 3,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 3,3 milljarða viðskiptum.