Reginn fasteignafélag hagnaðist um 574 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi, en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar . Hagnaðurinn jókst milli ára, en á sama tímabili í fyrra nam hann 397 milljónum króna.

Þar kemur fram að rekstrartekjur hafi numið 1.242 milljónum króna en þar af námu leigutekjur 1.107 milljónum króna sem er hækkun um 23% frá sama tímabili á síðasta ári.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 799 milljónir króna. Þá var bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins 53.664 milljónir króna, en matsbreyting á tímabilinu nam 333 milljónum króna.

Vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins voru 32.262 milljónir króna í lok tímabilsins samanborið við 32.861 milljón krónur í árslok 2014. Eiginfjárhlutfall er 33,6%.