Reginn birti í dag árshlutauppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung. Hagnaður eftir skatta nemur 432 milljónum á fjórðungnum og er hagnaður ársinn þannig orðinn 1.182 milljónir það sem af er ári. Miðað við fyrra ár er afkoman því nokkuð betri, en hún var þá 1.091 milljarðar. Handbært fé frá rekstri félagsins nam 1.049 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 1.015 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins er þá orðinn 2.813 milljarðar. Stærsti útgjaldaliður Regins eru fjármagnsgjöld.

Eignir aukist um tíu milljarða

Verðmæti eignasafns Regins hefur stækkað um 12 milljarða frá áramótum, þegar það var metið á 40 milljarða en er nú metið á 52 milljarða samkvæmt uppgjörinu. Á móti hafa skuldir hækkað um tæpa 11 milljarða, úr 22.444 milljónum í 33.295 milljónir.

Eiginfjárhlutfall Regins er nú 32%.