Rekstrartekjur Regins hf. fasteignafélags, dótturfélags Landsbankans, voru 849 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Þar af námu leigutekjur 695 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta nam 138 milljónum króna.

Afkomueiningar Regins eru þrjár; atvinnuhúsnæði, Egilshöll og Smáralind. Í lok tímabilsins voru 175 leigusamningar í gildi og var meðallengd þeirra 9,7 ár. Stærsti hluti rekstrarhagnaðar Regins fyrir matsbreytingar og afskriftir er vegna Smáralindar, 227 milljónir króna. Sambærileg tala fyrir atvinnuhúsnæði er 175 milljónir króna og 76 milljónir fyrir Egilshöll.

Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að enn sé unnið að undirbúningi sölu Regins og skráningu hlutafjár á aðalmarkað Kauphallarinnar. Ein aðgerða í aðdraganda þess hefur verið endurskoðun á uppbyggingu Regins.

Tekin var ákvörðun um að selja til Hamla ehf., annars dótturfélags Landsbankans, eignir sem ekki voru tekjuberandi og voru skilgreindar sem uppbyggingar- og þróunarverkefni, en þær námu 27% af eignasafni Regins fyrir sölu. Það var gert í þeim tilgangi að minnka áhættu og auðvelda verðmat áður en til skráningar kæmi. Þá var

í byrjun árs félaginu breytt úr einkahlutafélag í hlutafélag.