Reginn hf. og Fastengi ehf. gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að ganga til viðræðna um kaup á sex milljarða fasteignasafni í eigu síðarnefnda félagsins. Á föstudag var undirritaður kaupsamningur milli Regins og Fastengis á grundvelli samkomulagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar .

Með kaupsamningnum kaupir Reginn hf. allt hlutafé í Fjárvara ehf., Bréfabæ ehf. og Sævarhöfða 2 ehf. Félögin þrjú eru eigendur þess fasteignasafns sem samkomulag frá febrúarmánuði náði til.  Kaupverð undirliggjandi fasteigna, eðli og umfang viðskiptanna sem og metin áhrif á Reginn hf. er í samræmi við fyrri tilkynningar og kynningar Regins hf., og nemur því sex milljörðum króna.

Stjórnir félaganna hafa samþykkt kaupin, en kaupsamningurinn er enn með fyrirvara um fjármögnun kaupanna, niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Áætlað er að afhending félaganna fari fram eftir mitt ár 2015.