Í dag var skrifað undir samninga um kaup Regins á fasteignafélögunum Stórhöfða ehf. og Goshóli ehf. Fasteignafélögin eiga hluta Suðurlandsbrautar 4, í Reykjavík, eða samtals 2.608 fermetra. Í tilkynningu segir að ekki hafi verið gengið frá kaupsamningi við fasteignafélögin Almenna byggingarfélagið ehf. og VIST ehf. Verið sé að vinna áfram í því máli.

Í dag var einnig undirritaður leigusamningur milli Regins A1 ehf., dótturfélags Regins, og Verkfræðistofunnar Verkís um fasteigninga að ofanleyti 2. Greint var frá samkomulagi um leiguna þann 14. febrúar síðastliðinn, en nú hefur öllum fyrirvörum varðandi leigusamning verið eytt.

Í tilkynningu kemur fram að leigusamningurinn er til 20 ára og með honum verður Verkís þriðji stærsti leigutaki félagsins og leigusamningurinn með þeim lengstu hjá félaginu. Fasteignin Ofanleiti 2 er alls 8.012 fermetrar að stærð.