*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 24. maí 2013 15:40

Reginn kaupir Summit ehf.

Samningur um kaup Regins á Summit ehf. var undirritaður í dag en meðal eigna Summit er Hlíðasmári 1 í Kópavogi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samningur um kaup Regins á fasteignafélaginu Summit ehf. var undirritaður í dag, en samningurinn er með fyrirvara um samþykki stjórnar Regins og Samkeppniseftirlitsins.

Samkvæmt tilkynningu eru fasteignir Summit eru Íshella 8 í Hafnarfirði, Vesturvör 29 og Hlíðasmári 1 í Kópavogi , hlutdeild í Vatnagörðum 16-18 og hlutdeild í Funahöfða 19 í Reykjavík.

Heildarstærð fasteigna er alls 15.500 fermetrar og eru leigutakar alls tólf talsins. Helstu leigutakar eru Promens, Penninn, Jarðboranir, Lyfja og Trésmiðja GKS.

Við kaupin stækkar eignasafn Regins um 9%. Kaupverðið er trúnaðarmál en áhrif kaupanna ef af verða eru áætluð um 10% aukning á EBITDA hagnaði Regins.

Stikkorð: Reginn Fasteignir Summit ehf.