Reginn hefur skrifað undir samninga við eigendur fasteignafélaganna Ósvarar ehf. og CFV 1 ehf. um kaup Regins á hlutafé félaganna

Kaupin miðast við að heildarvirði fasteignasafnanna sé 10.050 milljóna króna virði og að greitt verði fyrir kaupin í hlutafé í Reginn að nafnverði 134.500.000 hluta. Sölubann yrði á hlutum í Regin þannig að 30% hlutanna verða seljanlegir við afhendingu, 60% eftir sex mánuði og 100% eftir níu mánuði. Nýr eignarhlutur í Reginn verður 9% sem skpitist á nokkra aðila, þar af enginn með stærri hlut en 2% að undanskildum Sigurði Sigurgeirssyni, fagfjárfesti. Sigurður yrði eftir kaupin sjötti stærsti hluthafinn í Regin, í gegnum eignarhaldsfélag hans Sigurður 6.

Samkomulagið er háð því að niðurstöðu áreiðanleikakannana leiði ekki í ljós atriði sem breyta því mati sem Reginn hefur lagt til grundvallar kaupunum. Ef að kaupunum verður þá er áætlað að EBITDA Regins muni hækka um að lágmakri 720 milljónir og eignasafn stækki um 15% miðað við fermetra

Í tilkynningu um kaupin segir að fasteignasöfnin sé byggð upp á góðum fasteignum með 93% útleiguhlutfalli með við fermetra og leigutekjur upp á um 900 milljónir króna á ársgrundvelli. Á fasteignasöfnunum hvíla lán sem nema 7.500 milljónum króna, en skilmálar lánanna bjóða upp á efndurfjámögnun án kostnaðar. Fasteignasöfnin telja 23 fasteignir og heildar fermetrafjöldi erum 42 þúsund fermetrar. Einnig segir að fasteignasöfnin henti vel starfsemi Regins, en þetta séu að meginstefnu til eignir með góðu og traustu tekjustreymi og byggt á langtíma samningum. Meðal helstu eigna eru Mjölnisholt 12-14, Lágmúli 6-8, Hliðarsmári 4, 6, og 12.