Fasteignafélagið Reginn hefur lokið við kaup á fasteigninni Hafnarstræti 83-89 á Akureyri, sem hýsir Hótel KEA. Tilkynnt var um kaupin í byrjun septembermánaðar með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar sem hefur nú farið fram án athugasemda. Jafnframt var undirritaður 14 ára leigusamningur við Keahótel ehf.

Í tilkynningu til Kauphallar er kaupverðið sagt trúnaðarmál. Áhrif kaupanna eru þó sögð aukning á EBITDU Regins yfir 5% en áhrif hins vegar lítil á stjórnunarkostnað.

Reginn tilkynnti jafnframt í fyrradag að lánsfjármögnun Egilshallar sé lokið eftir að áreiðanleikakönnun var gerð án áthugasemda. Fjármögnunin er verðtryggð til tíu ár, með 40 ára endurgreiðsluferli og ber 3,85% fasta vexti. Lánveitandinn er REG 1 fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis. Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins.