Eftir að hafa borist tilkynning um samruna Regins og FM-húsa ehf. þann 14. júní síðastliðinn hefur samkeppniseftirlitið gefið út það mat sitt að samruninn hindri ekki virka samkeppni á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um keypti Reginn 55% eignarhlut í FM-húsum með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, en stofnunin telur kaupin fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga.

Í frétt stofnunarinnar segir m.a.:

„Reginn er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur atvinnuhúsnæðis. FM-hús er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á skóla- og atvinnuhúsnæði. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. laga nr. 44/2005.“