Gengi hlutabréfa í Regin fasteignafélagi hefur lækkað að undanförnu og nálgast nú útboðsgengið. Þegar félagið var skráð í Kauphöllina 2. júlí síðastliðinn hækkuðu bréfin um tæplega 2% og var gengi þeirra þá 8,35 krónur á hlut eftir fyrsta viðskiptadag. Gengi bréfanna í dag er um 8,34 krónur á hlut.

Hæst fór virði félagsins í um 8,6 krónur á hlut. Lítil viðskipti hafa verið með bréf félagsins, rétt eins og með önnur félög í íslensku kauphöllinni í júlí. Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins.