*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 6. janúar 2017 16:56

Reginn, Nýherji og Eik lækkuðu mest

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,40% í tiltölulega litlum viðskiptum. Einungis tvö félög hækkuðu í virði í dag.

Ritstjórn
Úr kauphöllinni
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,40% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.707,64 stigum. Viðskiptin námu 1,85 milljörðum króna.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,05% í 1,5 milljarða viðskiptum dagsins. Stendur hún nú í 1.250,41 stigi.

Einungis tvö félög hækkuðu í virði í kauphöllinni í dag

Annas vegar var það gengi bréfa BankNordik P/F sem hækkaði umtalsvert í mjög litlum viðskiptum. Nam hækkunin 22,73% í viðskiptum sem námu 12,7 milljónum króna. Fæst nú hvert bréf félagsins á sléttar 135 krónur.

Hins vegar hækkaði virði hlutabréfa HB Granda um 3,42% í 287 milljón króna viðskiptum. Hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 27,25 krónur.

Reginn, Eik og Nýherji lækkuðu mest

Mest lækkun var á gengi bréfa Regins, Eikar og Nýherja.

Reginn lækkaði um 0,56% í tæplega 103 milljón króna viðskiptum. Lokavirði bréfa félagsins var á 26,70 krónur. Eik fasteignafélag lækkaði um 0,28% í 81 milljón króna viðskiptum, en nú fæst hvert bréf félagsins á 10,76 krónur.

Loks lækkaði gengi bréfa Nýherja um 0,24% í 44 milljón króna viðskiptum og eru bréf félagsins nú föl á 21,15 krónur.

Stikkorð: Reginn Nýherji HB Grandi Nasdaq Eik Kauphöllin