Þetta er auðvitað ekki algengt og endurspeglar óvenjulegar aðstæður á markaði hjá okkur. Það er iðulega þannig að það fara inn í þessa vísitölu félög sem viðskipti hafa verið með,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, um þá ákvörðun að taka fasteignafélagið Regin hf. inn í Úrvalsvísitöluna OMX Iceland 6. Reginn var tekið til viðskipta í Kauphöllinni mánudaginn 2. júlí síðastliðinn og var samstundis tekið inn í Úrvalsvísitöluna. Útboðsgengi bréfanna var 8,2 krónur á hlut og hækkaði gengið um 3% í fyrstu viðskiptum en stóð í 8,2 krónum á hlut við lokun. Heildarvelta viðskipta með bréfin á þessum fyrsta viðskiptadegi nam tæpum 40 milljónum króna.

Skráning Haga-samstæðunnar um miðjan desember í fyrra var fyrsta Kauphallarskráningin hér á landi í tæp fjögur ár. Samstæða Haga var, líkt og Reginn nú, samstundis tekin inn í úrvalsvísitöluna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.