*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 23. janúar 2015 15:18

Reginn selur JL-húsið

Reginn hefur selt fasteignir sínar að Hringbraut, Þverbrekku og Lóuhólum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Reginn hf. hefur undanfarna mánuði undirritað kaupsamninga um sölu á fjórum fasteignum. Er það í samræmi við stefnu félagsins um sölu á minni eignum sem falla undir þann flokk að vera „verlsunarhúsnæði á jaðarsvæðum“.

Fasteignirnar sem um ræðir eru JL-húsið að Hringbraut 121, Lóuhólum 6 og Þverbrekku 8, en áður hafði einnig verið seld fasteignin að Furugrund 3.

Eignirnar eru allar flokkaðar sem verslunarhúsnæði og er stærð fasteignanna samtals um 4.340 fermetrar. Bókfært verðmæti eignanna á sölutíma var um 560 milljónir króna, en söluverðið nam samtals 650 milljónum króna.

Stikkorð: Reginn