Í dag var kveðinn upp dómur í Landsrétti í máli Norðurturnsins hf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. og Kópavogsbæ. Í dóminum var viðurkennt að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, 21. apríl 2008, hvíli kvaðir á lóðunum Hagasmára 1 og Hagasmára 3 um samnýtingu bílastæða og fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að þær kvaðir veiti áfrýjanda, Norðurturninum hf., sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1. Stefndu, Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. og Kópavogsbæ, var gert að greiða áfrýjanda, Norðurturninum hf., óskipt samtals 4.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.

Í samræmi við fyrri upplýsingar hefur niðurstaða dómsmálsins óveruleg fjárhagsleg áhrif á Regin eða dótturfélög enda ekki gerð fjárkrafa á hendur Regin í málinu. Þá hefur dómurinn ekki áhrif á uppbyggingaráform á svæði Smárans vestan Reykjanesbrautar (Smárabyggð).

Reginn hf. skoðar nú hvort sækja eigi um leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar.