*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 7. apríl 2020 09:31

Reginn tekur afkomuspá úr gildi

Kórónuveiran hefur mikil áhrif á um 12% af leigutökum Regins sem sem byggja að stærstum hluta veltu sína á ferðamönnum.

Ritstjórn
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins
Haraldur Guðjónsson

Reginn fasteignafélag hefur tekið afkomuspá félagsins úr gildi vegna áhrifa kórónuveirunnar. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar segir að það sé nú ljóst að viðskiptavinir félagsins verði margir fyrri verulegum tekjusamdrætti sem mun að öllum líkindum leiða til greiðsluerfiðleika hjá þeim. 

Hefur Reginn skipt leigutökum upp í fjóra flokka eftir því hvernig efnahagsáhrif kórónuveirunnar hafa áhrif á þá. Að mati stjórnenda félagsins hefur ástandið enginn áhrif á greiðslugetu  um 40% leigutaka en þeir eru í flokknum ríki, sveitarfélög, bankar og skráð félög. Áhrifin munu verða lítil á greiðslugetu um 25% fyrirtækja sem eru iðn- og framleiðslufyrirtæki, ráðgjafa- og þekkingarfyrirtæki, verslun með dagvöru, fjarskipta- og tæknifyrirtæki. 

Ástandið mun hafa áhrif á greið 23% leigutaka sem eru með starfsemi sem er drifin áfram af innlendri eftirspurn, þá aðallega almenn verslun utan dagvöru ásamt heilsu og snyrtingu, veitingum og afþreyingu. Segir í tilkynningunni að áhrifin á þennan hóp sé mismunandi eftir eðli starfsemi. 

Stjórnendur telja svo að áhrifn hafi mikil áhrif á greiðslugetu 12% leigutaka sem byggja að stærstum hluta veltu sína á ferðamönnum, en það eru hótel og verslun í miðbæ, veitingar í miðbæ og afþreying tengd ferðamönnum og ferðaþjónustu. Vegna eðli starfsemi gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að samdráttur vari lengst í síðastnefnda flokknum auk þess sem tímalengd þess samdráttar séu óljós.