Reglugerð varðandi að reikigjöld skuli vera lögð niður innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur verið afgreidd af Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þar með tekur gildi reglugerð frá Evrópusambandinu um að aukakostnaður vegna gagnareikis skuli falla niður. Reglugerðin hefur nú verið birt í Stjórnartíðindum og mun þar leiðandi taka gildi á morgun.

Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar segir að eftir breytingin tekur gildi munu neytendur frá þeim löndum sem tilheyra EES-svæðinu borga það sama fyrir símanotkun og gagnamagn á ferðalögum innan svæðisins og þeir greiða í heimalandi sínu.

Samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki þó heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota á innanlandskjörum. Bendir Póst- og fjarskiptastofnun neytendum á að kynna sér hvernig þessar nýju reglur um reiki innan EES-svæðisins eru útfærðar innan þeirrar þjónustuleiðar sem þeir eru áskrifendur að hjá þjónustuaðila sínum.