Nýjar reglur Seðlabankans setja viðskiptabönkum skorður í fjármögnunarhlutfalli í erlendum gjaldmiðlum. Fjármögnunarhlutfallinu er ætlað að tryggja lágmark stöðugrar fjármögnunar í erlendum gjaldmiðlum til eins árs og takamarkar því að hve miklu leyti viðskiptabankar geta reitt sig á óstöðuga skammtímafjármögnun til þess að fjármagna langtímaútlán í erlendum gjaldmiðlum. Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.

„Reglur um fjármögnunarhlutföll draga úr gjalddaga-misræmi og að hve miklu leyti bankar reiða sig á óstöðuga skammtímafjármögnun til að fjármagna langtímaeignir sem geta verið torseljanlegar,“ segir á vef bankans.