Reglur Seðlabanka Íslands eru óbreyttar. Seðlabankinn hefur lokið endurskoðun á gildandi reglum um gjaldeyrismál og taldi bankinn ekki þörf á að breyta núverandi reglum. Efnahags- og viðskiptaráðherra gaf samþykki sitt fyrir því samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Samkvæmt 1. grein reglnanna er markmið þeirra að takmarka eða stöðva tímabundið tiltekna flokka fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu sem valda að mati Seðlabanka Íslands alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum.