Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um sértryggð skuldabréf.

Í fréttatilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að reglurnar kveði m.a. á um hvað umsókn um leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa skuli innihalda. Hvernig meta skuli veðsettar fasteignir, atriði í tengslum við tryggingasafnið og afleiðusamninga, skrá yfir sértryggð skuldabréf, hæfisskilyrði sjálfstæðs skoðunarmanns og helstu skyldur hans og greiðslu kostnaðar við afgreiðslu umsóknar um sértryggð skuldabréf.

Fjármálaeftirlitið annarst eftirlit með lögum um sértryggð skuldabréf. Stefnt er að því að reglurnar verði birtar á íslensku og á ensku.

Reglurnar má skoða á vef stjórnartíðinda.