Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi en ráðið telur að frumvarpsdrög gangi lengra en tilskipun Evrópusambandsins kveður á um.

Viðskiptaráð fagnar aukinni áherslu á góða stjórnarhætti innan vátryggingarfélaga. Ráðið bendir þó á að frumvarpið gangi lengra en tilskipunin, þ.m.t. hvað varðar hæfi stjórnarmanna.

Einnig er gengið lengra en tilskipunin hvað varðar takmörkun á arðgreiðslum vátryggingarfélaga, en frumvarpið ætlar að tryggja betur gæði gjaldþolsliða.

Viðskiptaráð bendir á að tilskipun Evrópusambandsins var ætlað að samræma lagaumhverfi vátryggingarfélaga á Evrópska efnahagssvæðinu og þessar auknu kröfur séu til þess fallnar að skerða samkeppnishæfni íslenskra vátryggingarfélaga.

Viðskiptaráð bendir einnig á að skilgreiningar og orðnotkun sé ekki samræmd innan frumvarpsins, rangar tilvísanir í ákvæði tilskipunarinnar og að fullyrt sér í greinargerð að lagaákvæði séu efnislega samhljóða þegar um í reynd sé um breytingar að ræða.