Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt stóðu fyrir fyrirlestri í hádeginu í dag sem bar heitið „Raunverulegar orsakir fjármálakreppunnar.“ Phillip Booth, prófessor í tryggingafræðum og áhættustýringu við Cass Business School í London, fjallaði þar meðal annars um skaðsemi of mikilla regluverka.