*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 24. ágúst 2018 15:29

Regluvörður Heimavalla selur allt

Regluvörður Heimavalla, Erlendur Kristjánsson, seldi fyrr í dag alla þá 11,6 milljón hluti sem hann átti á 13,3 milljónir króna.

Ritstjórn
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, við skráningu félagsins á markað í maí.
Haraldur Guðjónsson

Erlendur Kristjánsson, regluvörður leigufélagsins Heimavalla, seldi nú laust fyrir hádegi alla þá 11,6 milljón hluti sem hann átti í félaginu fyrir 13,3 milljónir króna.

Félagið birti hálfsársuppgjör í gær, þar sem meðal annars kom fram að á fyrri helmingi ársins hefði leigufélagið tapað 136 milljónum króna, og í kjölfarið hafa hlutabréf þess lækkað um 3,4% það sem af er degi.

Frá skráningu félagsins á aðalmarkað í maí á þessu ári hafa bréf félagsins lækkað um tæp 5%.

Stikkorð: Heimavellir