Reykjavík Energy Invest er í hópi 21 fyrirtækis sem hafa sýnt áhuga á að taka þátt í útboði vegna byggingu vatnsorkuvers í Nepal, eftir því sem fram kemur á vef nepölsku fréttaveitunnar Kantipur. Um er að ræða orkuver á stærð við Kárahnjúkavirkjun, eða 600 MW, og var útboðið auglýst af hálfu orkumálayfirvalda í Nepal fyrr á árinu.

Að sögn blaðamanns Kantipur var útboðið auglýst fyrir ári síðan en þá skiluðu aðeins þrír aðilar tilboðum og var ekkert þeirra talið fullnægjandi, og var því ákveðið að bjóða út verkið á ný. Haft er eftir talsmanni orkumálayfirvalda í Nepal að 21 fyrirtæki hafi fest kaup á útboðsgögnum, en þeim er skylt að skila tillögum fyrir 24 mars næstkomandi.

Ríkisstjórn Nepal óskar eftir aðila sem bæði reisir, rekur og á vatnsorkuverið, auk þess sem hann annast dreifingu. Þetta er í samræmi við orkustefnu nepalskra yfirvalda, eftir því sem segir í frétt Kantipur. Nepölsk, inversk, kínversk og bandarísk fyrirtæki hafa keypt útboðsgögn auk Reykjavík Energy Invest.