*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 4. júní 2016 16:00

Reiða sig á gott orðspor

Trausti Haraldsson segir Costco reiða sig á gott orðspor meðal viðskiptavina sinna og birgja.

Bjarni Ólafsson
european pressphoto agency

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, hefur bent á að Costco auglýsi ekki neitt, heldur reiðir sig nær eingöngu á gott orðspor meðal viðskiptavina sinna. Þá leggi fyrirtækið mikið upp úr því að gera vel við núverandi viðskiptavini og verðlauni þá með ýmsum hætti.

Bendir hann á að í fyrra hafi tryggð meðlima Costco verið í sögulegu hámarki, en það ár endurnýjaði 91% þeirra kort sín hjá fyrirtækinu. Hann segir að það sem helst komi fólki á óvart þegar það kynnir sér Costco betur er bæði það hversu verð er lágt í verslunum fyrirtækisins, en einnig hvaða vörur eru þar á boðstólum.

„Costco hefur verið að gera út á millitekjufólk og fólk með hærri tekjur og ég er ekki viss um að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að þar er til dæmis hægt að fá fatnað frá Boss og Armani, svo dæmi séu tekin.“ Þá hafi það komið þeim á óvart hve mikilvæg viðskipti við önnur fyrirtæki eru fyrir Costco. Um tveir þriðju af veltu Costco komi frá fyrirtækjum, þar með töldum smærri verslunum, sem sjái sér hag í að kaupa inn hjá Costco og selja áfram.

Trausti segir að í Bandaríkjunum sé ánægðasta starfsfólkið á smásölumarkaði hjá Costco og þá séu laun almennt betri hjá fyrirtækinu og eigi það einnig við um verslanir Costco annars staðar en í Bandaríkjunum. Raunar leggi fyrirtækið mikið upp úr því að gera vel bæði við viðskiptavini og birgja. Segir hann að áhrif komu Costco á íslenska matvælaframleið­ endur gætu orðið jákvæð, því hvar sem fyrirtækið setji upp verslanir kaupi það ferskvöru á staðnum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Bandaríkin Verslun Ísland Bandaríkin Costco Zenter