Fjöldi fólks mætti á uppboð hjá óskilamundadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á laugardag í húsnæði Vöku í Skútuvogi. Þar voru rúmlega 100 reiðhjól boðin upp. Stór hluti reiðhjólanna fór á töluvert hærra verði en á þau voru sett og greiddu sumir út tvöfalt það verð sem á þau voru sett.

Hjólin sem boðin voru upp hafa fundist víða í umdæminu og enginn hirt um að sækja þau. Á vefsíðu lögreglunnar segir að hluti þeirra 530 reiðhjóla sem tilkynnt er um á hverju ári að hafi verið stolin á höfuðborgarsvæðinu skili sér til lögreglu. Algengt mun þó að hjól berist til lögreglu nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Af þeim sökum nægir eigendum stolinna hjóla því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn. Þeir verði líka að koma aftur nokkrum vikum seinna til að fullreyna hvort  hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki.

Eins og sjá má af myndunum sem Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, tók á uppboðinu, voru hjólin af ýmsum stærðum og gerðum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)