*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 20. nóvember 2011 17:23

Reiði og ótti ekki góðir förunautar

Aðstoðarseðlabankastjóri segir umræðuna um stýrivaxtaákvarðanir bergmála reiði og ótta.

G. Sverrir Þór
Arnór Sighvatsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kaus að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig nú í byrjun nóvember hófu margir málsmetandi menn í samfélaginu upp raust sína og gáfu í skyn að peningastefnunefnd væri algjörlega úr takti við hagkerfið og að með þessu væri verið að vega að þeim efnahagsbata sem þó hafi orðið á undanförnum misserum.

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að þarna sé á vissan hátt verið að bergmála þann ótta og reiði sem ríkir í samfélaginu. „Reiði og ótti eru ekki góðir förunautar þegar verið er að taka hagstjórnarlegar ákvarðanir,“ segir hann.

Hagfræðingar hafa það fyrir satt að það taki um 18 mánuði að miðla vöxtunum út í hagkerfið og segir Arnór rannsóknir sem unnar voru hér á landi fyrir hrun benda til þess að ekki hafi verið mikill munur á Íslandi og öðrum þróuðum löndum í þeim efnum. Hann segir óvissuna þó alltaf mikla og hún aukist eftir því sem lengra er horft út vaxtarófið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.