Ben Bernanke.
Ben Bernanke.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu vestanhafs í dag að seðlabankinn sé reiðubúinn til að ráðast í frekari aðgerðir til að drífa hagkerfið áfram. Hann sagði bandaríska hagkerfið viðkvæmt vegna veiks vinnumarkaðar og vegna fjármálaóstöðugleika í Evrópu. Reuters greinir frá ræðu Bernanke.

Bernanke hvatti stjórnvöld til þess að skera ekki of hratt niður í ríkisútgjöldum, jafnvel þó að markmið til lengri tíma kalli á niðurskurð. Hann sagði mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda dragi ekki úr efnahagsbata, en hagvöxtur á fyrri árshelmingi mældist innan við 1%.