Ekki er útlit fyrir að jafn mikil umframeftirspurn verði á hlutabréfamarkaði í ár og í fyrra. Stærsta ástæða þess er fyrirhuguð skráning félaga á Aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári. Búist er við að allt að sex félög verði skráð á markað á árinu, að sögn Greiningar Íslandsbanka.

Greining Íslandsbanka telur upp í Morgunkorni sínu að HB Grandi hafi þegar boðað skráningu á Aðalmarkað í apríl.