Greiningaraðilar gera ráð fyrir því að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki vexti um 25 punkta í 4%, segir greiningardeild Íslandsbanka, en bankinn heldur vaxtaákvörðunarfund á morgun.

Ef greiningaraðilar reynast sannspáir hafa stýrivextir hækkar í Bandaríkjunum hækkað um þrjú prósentustig frá miðju síðasta ári. Hagvöxtur í Bandaríkjunum var heldur meiri á þriðja ársjórðungi, segir greiningardeild Íslandsbanka, og hefur verðbólga aukist. Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 4,7% í september.

Greiningardeild Íslandsbanka telur að þrátt fyrir væntanlega vaxtahækkun Seðlabanka Bandaríkjanna bendi flest til að vaxtamunur milli Íslands og helstu viðskiptalanda muni aukast fyrir árslok.

Seðlabanki Íslands hefur gefið til kynna að hann muni hækka stýrivexti og spá greiningaraðilar hækkun fyrir árslok um 25-50 punkta.

?Þessi munur hvetur erlenda fjárfesta til að ávaxta fjármuni sína í íslenskum krónum, sér í lagi í ljósi þess að túlka má yfirlýsingar Seðlabanka á þann veg að þar á bæ hyggist menn vinna gegn gengislækkun krónu með frekari vaxtahækkunum," segir greiningardeild Íslandsbanka.