Hafnafjarðarbær, sem er þriðja stærsta sveitarfélag landsins, gerir ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða A- og B-hluta verði jákvæð um 554,4 milljónir árið 2017. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ, kemur fram að rekstur ársins 2016 endurspegli áherslur bæjarstjórnar um að greiða niður skuldir og fjárfesta í auknu mæli fyrir eigið fé.

Gert er ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða A-hluta samstæðu bæjarins verði jákvæð um 43,3 milljónir og B-hluta samstæðunnar verði jákvæður um 509 milljónir.

Þar kemur einnig fram að skuldarviðmið fari niður í 141,4% á þriggja ára áætlun og verði 150,9% í árslok 2016. Í árslok 2015 var 170% í árslok 2015.

Áætlað veltufé frá rekstri A- og B- hluta verður 3,5 milljarðar árið 201 og verður því um 14,3% af heildartekjur. Útsvarsprósenta lækkar einnig úr 14,52% í 14,48% sem væri þá í fyrsta skipti um árabil sem að hún væri ekki í hámarki.

Áætlaðar fjárfestingar bæjarins á næsta ári að samtals 3,366 milljörðum og hyggst bærinn festa kaup á félagslegum íbúðum fyrir um 200 milljónir króna.

Fyrir áhugasama um fjármál Hafnafjarðar er hægt að sjá áætlun bæjarfélagsins hér .