Gert er ráð fyrir því að rekstrarhagnaður Haga fyrir afskriftir og gjöld (EBTIDA) verði um 6,2 milljarðar króna á árinu öllu samanborið við rúma 5,8 milljarða á síðasta rekstrarári. Þetta jafngildir um 6,2% vexti á milli ára, að því er fram kemur í afkomuspá IFS Greiningar fyrir Haga.

IFS Greining birti afkomuspá sína fyrir fyrsta ársfjórðungs Haga í gær. Þar segir að m.a. sé gert ráð fyrir vexti upp á 3,5% á milli ára en að búast megi við meiri vexti þegar líða tekur á rekstrarárið. Það skýrist m.a. af meiri neyslu og auknum fjölda ferðamanna.