Hagnaður Haga mun lækka á milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir því að hann verði um 674 milljónir króna. Hann nam 927 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Uppgjörið mun litast af jákvæðum áhrifum af endurútreikningi gengislána upp á 514 milljónir króna. Hagnaður af sjálfum rekstrinum verður því töluvert meiri á þessu ári en í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í afkomuspá fyrirtækjagreiningar Arion banka. Hagar birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 18. janúar næstkomandi.

Þriðji ársfjórðungur Haga nær yfir september og nóvember. Fjórði ársfjórðungur Haga er hins vegar iðulega sá tekjuhæsti.

Fyrirtækjagreining Arion banka spáir því að tekjur Haga verði tæpir 17 milljarðar króna og að rekstrarhagnaður (EBITDA) muni nema 1,9 milljörðum króna.