Gangi allt eftir mun vísitala neysluverðs hækka á næstu þremur mánuðum og fara úr 3,1% nú í 2,9% í apríl. Hagfræðideild Landsbankans segir í Hagsjá sinni að niðurstöður kjarasamninga muni hafa mikið að segja um það hvort áframhald verði á þessari jákvæðu þróun verðbólgunnar eða hvort verðlag hækki meira í kjölfar þeirra en hér er spáð.

Hagfræðideildin er sama sinnis og greiningardeild Arion banka um verðbólgutölur Hagstofunnar sem birtar voru í morgun, þ.e. að vísitala neysluverðs hafi lækkað meira en spáð var.

„Verðbólgan er nú komin undir vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mun það ásamt niðurstöðu kjarasamninga (verði hún komin) hafa mikil áhrif á framhald peningastefnunnar,“ segir hagfræðideildin og rifjar upp að næsti vaxtaákvörðunarfundur Seðlabankans verður 12. febrúar næstkomandi.