Fjármálasérfræðingar spá því að evrópskar hlutabréfavísitölur muni hækka við opnun í dag í kjölfar hækkana á Wall Street í gær sem þó voru ekki miklar. Þeir spá því að FTSE, CAC og Dax vístölurnar muni hækka á bilinu 0,1 til 0,2%. Framvirkir samningar benda hins vegar til þess að vísitölurnar í Evrópu muni lækka en mjög lítillega. Strax við opnun hafði FTSE hækkað um 0,2% en CAC og DAX stóðu nánast í stað.

Evran veiktist um 0,2% gagnvart Bandaríkjadal í morgun og nálgast nú lægsta gengi sitt gagnvart dalnum í fyrra en það var 1,28 dalir fyrir evruna 29. desember.