Hlutabréf í Asíu hækkuðu sjötta daginn í röð og vegna nokkuð óvæntra frétta um að Ítalir muni þegar í stað grípi til niðurskurðar í ríkisútgjöldum bendir allt til þess að evrópskir markaðir verði grænir í dag. Tölur um viðskipti fyrr opnun benda til þess en framvirkir samningar með bæði t.d. Euro Stoxx 50, DAX-vísitöluna, CAC í París og hlutabréfavísitöluna í Mílanaó hækkuðu á bilinu 0,8-1,3%

Á neyðarfundi í gærkvöldi var ný niðurskurðaráætlun samþykkt í ítölsku stjórninni en samkvæmt henni á að spara 20 milljarða evra með því að hækka skatta og greiða lægri lífeyri.