Flestir bendir til þess að evrópsk hlutabréf muni lækka í verði við opnun markaða í dag en þó ekki ýkja mikið eða á bilinu 0,3-0,6%. Jákvæðar tölur um stöðu atvinnumála í Þýsklandi í gær og vísbendingar um að bandaríska hagkerfið sé á góðum snúningi auk jákvæðra talna um iðnaðarframleiðslu í Bretlandi lyftu mörkuðum verulega í gær en fréttir þess efnis að Grikkland muni hugsanlega yfirgefa evrusvæðið í apríl eru lílegar til að draga markaðina niður í dag.